fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Finna ekki foreldra 545 barna sem voru tekin frá foreldrum sínum á bandarísku landamærunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 21:30

Úr flóttamannamiðstöð á vegum bandaríska innflytjendaeftirlitsins. Mynd:Bandaríska landamæralögreglan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmönnum hefur ekki tekist að komast í samband við foreldra 545 barna sem voru tekin frá foreldrum sínum á landamærum Bandaríkjanna á árunum 2017 og 2018. Talið er að mörg hundruð foreldrar hafi verið fluttir úr landi án barna sinna. Þetta kemur fram í skjölum sem voru lögð fyrir dóm á þriðjudaginn.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að dómsmálaráðuneytið og samtök mannréttindasamtaka vinni að því að reyna að bera kennsl á börnin og finna foreldra þeirra svo hægt sé að sameina fjölskyldur á nýjan leik, fjölskyldur sem voru aðskildar samkvæmt kröfum ríkisstjórnar Donald Trump.

Alríkisdómstóll fyrirskipaði að fjölskyldurnar skyldu sameinaðar á nýjan leik en á síðasta ári kom fram í opinberri skýrslu að mörg þúsund fjölskyldum til viðbótar gæti hafa verið stíað í sundur án þess að embættismenn hafi viðurkennt það.

Dómstóllinn skipaði „stýrihóp“ sem á að reyna að hafa uppi á fjölskyldunum. Hópurinn hefur reynt að hafa uppi á foreldrum 1.030 barna en hefur ekki tekist að hafa uppi á foreldrum 545 þeirra.

Í dómsskjölunum kemur fram að talið er að um tveir þriðju hlutar foreldranna hafi verið fluttir úr landi án barna sinna. Börnunum hefur verið sleppt úr haldi og eru líklega nær öll enn í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár