fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 18:30

Frá vígslu Al Wakrah sem verður leikið á á HM2022. Mynd: EPA-EFE/Noushad Thekkayil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eiginlega alveg sama hvað Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA og önnur hagsmunasamtök tengd knattspyrnu segja um batnandi ástand mannréttindamála í Katar þá er það ekki á rökum reist ef miða má við nýja skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International. Katar er í sviðsljósinu því Heimsmeistaramótið í knattspyrnu á að fara fram þar í landi 2022.

Allt frá því að undirbúningur mótsins hófst fyrir 10 árum hefur verið rætt um mannréttindabrot þar í landi og þá sérstaklega í tengslum við þær tvær milljónir verkamanna sem voru fluttar til landsins til að vinna við framkvæmdir fyrir mótið. Ráðamenn í Katar hafa ítrekað lofað bót og betrun. Til dæmis samþykkti þing landsins árið 2017 mörg lög sem áttu að tryggja betra vinnuumhverfi og farandverkamanna sem starfa á heimilum hinnar ráðandi stéttar í landinu.

Í nýrri 76 síðna skýrslu frá Amnesty er fjallað um 175.000 manns, aðallega konur, sem starfa á heimilum hinnar ráðandi stéttar landsins. Fyrrnefnd lög náðu til vinnutíma, matar- og kaffitíma, vikulegs frídags og réttar til launa í fríum. En því fer fjarri að þau hafi virkað fyrir alla. Skýrslan er byggð á samtölum við 105 konur sem vinna eða hafa unnið á heimilum hinnar ráðandi stéttar í Katar.

Niðurstaðan er einfaldlega sú að lögin hafi í raun ekki verið innleidd. Í samtölunum við konurnar 105 kom fram að 90 þeirra vinna meira en 14 klukkustundir á dag, 89 vinna alla daga vikunnar. Vinnuveitendur 87 höfðu tekið vegabréfin af þeim og margar höfðu ekki fengið nein laun greidd. Þetta tengist hinu svokallaða Kafala-kerfi sem er í raun ávísun á þrælahald. Stjórnvöld í Katar hafa heitið því að afnema þetta kerfi en það hefur ekki verið gert. Því verður Kafala-kerfið enn við lýði þegar bestu knattspyrnulandslið heims mæta til leiks í Katar 2022.

Einnig kom fram í viðtölum við konurnar að margar hafa verið beittar ofbeldi af hálfu vinnuveitenda sinna, þar á meðal kynferðisofbeldi, og sumar hafa ekki fengið nein laun greidd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?