fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Segja Rússa hafa ætlað að gera tölvuárásir á Ólympíuleikana í Tókýó

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskar og bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar hafi ætlað að gera tölvuárásir á Ólympíuleikana í Tókýó sem áttu að fara fram síðasta sumar. Rússum var ekki boðið að taka þátt í leikunum, sem hefur verið frestað fram á næsta sumar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, vegna umfangsmikillar og skipulagðrar lyfjamisnotkunar margra rússneskra íþróttamanna. Þeir virðast því hafa ætlað að hefna sín vegna þess.

Samkvæmt upplýsingum leyniþjónustustofnana þá höfðu Rússar í hyggju að gera tölvuárásir sem áttu að koma niður á skipuleggjendum Ólympíuleikanna og Ólympíuleikum fatlaðra.

Bretar eru einnig sagðir hafa komist að því að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir á vetrarleikana í Suður-Kóreu fyrir tveimur árum. Þeim tókst þá að sögn að láta líta út fyrir að tölvuþrjótar frá Kína og Norður-Kóreu hafi verið að verki. Þeir létu til skara skríða á opnunarhátíðinni, lömuðu Internetið á leikvanginum og gerðu heimasíðu leikanna óvirka þannig að áhorfendur gátu ekki prentað aðgöngumiðana sína út.

Tölvuárásir Rússanna eru sagðar hafa verið gerðar á vegum GRU, leyniþjónustu hersins, og telja Bretar sig geta sagt með 95% öryggi að árásin á vetrarleikana 2018 hafi verið á vegum GRU.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga