fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Segja Rússa hafa ætlað að gera tölvuárásir á Ólympíuleikana í Tókýó

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskar og bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar hafi ætlað að gera tölvuárásir á Ólympíuleikana í Tókýó sem áttu að fara fram síðasta sumar. Rússum var ekki boðið að taka þátt í leikunum, sem hefur verið frestað fram á næsta sumar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, vegna umfangsmikillar og skipulagðrar lyfjamisnotkunar margra rússneskra íþróttamanna. Þeir virðast því hafa ætlað að hefna sín vegna þess.

Samkvæmt upplýsingum leyniþjónustustofnana þá höfðu Rússar í hyggju að gera tölvuárásir sem áttu að koma niður á skipuleggjendum Ólympíuleikanna og Ólympíuleikum fatlaðra.

Bretar eru einnig sagðir hafa komist að því að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir á vetrarleikana í Suður-Kóreu fyrir tveimur árum. Þeim tókst þá að sögn að láta líta út fyrir að tölvuþrjótar frá Kína og Norður-Kóreu hafi verið að verki. Þeir létu til skara skríða á opnunarhátíðinni, lömuðu Internetið á leikvanginum og gerðu heimasíðu leikanna óvirka þannig að áhorfendur gátu ekki prentað aðgöngumiðana sína út.

Tölvuárásir Rússanna eru sagðar hafa verið gerðar á vegum GRU, leyniþjónustu hersins, og telja Bretar sig geta sagt með 95% öryggi að árásin á vetrarleikana 2018 hafi verið á vegum GRU.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“