fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 17:30

Emmanuel Macron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar hins hrottalega morðs á kennaranum Samuel Paty nærri París síðastliðinn föstudag boðar Emmanuel Macron, forseti, hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum og segir að „óttinn muni skipta um lið“. Hann ætlar að gera hugsanlegum öfgasinnuðum múslimum lífið erfitt með því að nota lagasetningar.

Paty var myrtur af öfgasinnuðum múslima fyrir að hafa notað myndir af spámanninum Múhameð í kennslu um tjáningarfrelsi. Morðinginn, sem var 18 ára, var skotinn til bana af lögreglunni. Á annan tug manna eru nú í haldi lögreglunnar vegna gruns um að þeir tengist því.

Gérald Darmanin, innanríkisráðherra, hefur nú þegar kynnt nokkrar aðgerðir sem beinast gegn öfgasinnuðum múslimum og „óvinum lýðveldisins“. Hann vill láta leysa upp nokkur samtök sem hann telur vera „óvini lýðveldisins“. Þar á meðal eru le Collectif contre l‘islamophobie en France sem voru stofnuð til að berjast gegn fordómum og kynþáttahatri í garð íslamstrúar og múslima. Hann vill einnig banna samtökin Barakacity sem hafa að markmiði að hjálpa fátækum múslimum um allan heim. Darmanin segir að bæði samtökin hafi á einn eða annan hátt kynt undir þeirri atburðarás sem átti sér stað áður en Paty var myrtur.

Hann var vanur að sýna teikningu af Múhameð í kennslu sinni um tjáningarfrelsi. Áður en kennsla hófst var hann vanur að bjóða múslimum í bekknum að yfirgefa kennslustundina því súnnímúslimar telja það guðlast að teikna myndir af spámanninum. Ekki er ljóst af hverju kennsla Paty í ár reitti fleiri foreldra til reiði en áður og var umfjöllunarefni, í mjög brenglaðri útgáfu, á samfélagsmiðlum.

Lögreglan hefur gert fjölda húsleita um allt Frakkland síðustu daga í tengslum við rannsókn á málum tengdum öfgasinnuðum múslimum og krefst Darmanin þess að lögreglan geri um 20 húsleitir daglega. Þær hafa að undanförnu beinst gegn fólki sem hefur lengi legið undir grun hjá leyniþjónustustofnunum um að hafa einhver tengsl við hryðjuverk á vegum öfgasinnaðra múslima.

Yfirvöld ætla einnig að reyna að vísa 231 úr landi fyrir fullt og allt. Fólkið er ekki með ríkisborgararétt. Le Monde segir að þetta snúist aðallega um að vísa fólkinu úr landi til að sýna almenningi að yfirvöld séu að gera eitthvað. Búið var að taka ákvörðun um þessar brottvísanir fyrir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans