Ríkin hafa staðið fyrir svipuðum heræfingum árlega síðan 1992 en umfang þeirra hefur farið vaxandi á síðustu árum. Þátttaka Ástrala að þessu sinni þýðir að öll fjögur aðildarríki Quad-samstarfsins taka þátt en það er í fyrsta sinn síðan 2007 að það gerist.
Quad-samstarfið er óformlegt samstarf Bandaríkjanna, Japan, Indlands og Ástralíu á hernaðarsviðinu en þó er ekki um formlegt hernaðarbandalag eins og NATO að ræða. Þetta óformlega samstarf er talið vera mótvægisaðgerð við vaxandi áhrif og umsvif Kínverja í Asíu og Kyrrahafi. Stjórnvöld í Kína hafi lýst samstarfinu sem andkínversku. CNN skýrir frá þessu.