fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Pressan

Lyfjafyrirtæki til rannsóknar – Grunað um villandi upplýsingagjöf um sinn þátt í bóluefnaáætlun Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 07:00

Merki Vaxart. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska lyfjafyrirtækið Vaxart, sem er í Kaliforníu, hefur unnið að þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Nú hafa alríkisyfirvöld hafið rannsókn á fyrirtækinu og fjárfestar hafa höfðað mál á hendur því fyrir að gefa villandi upplýsingar um þátttöku fyrirtækisins í bóluefnaáætlun Bandaríkjanna, Operation Warp Speed, sem miðar að þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni og lyfja gegn COVID-19.

Vaxart tilkynnti í síðustu viku um rannsókn yfirvalda á fyrirtækinu og að því hefði verið stefnt fyrir dóm. Ástæðan er að í júní sendi fyrirtækið frá sér fréttatilkynningu þar sem kom fram að bóluefni fyrirtækisins, gegn COVID-19, hafi verið valið til þátttöku í Operation Warp Speed. Í kjölfarið hækkaði verð hlutabréfa í fyrirtækinu úr um 3 dollurum í 17. Vogunarsjóðurinn Armistice Capital, sem stýrði fyrirtækinu að hluta, seldi þá hlutabréf og hagnaðist um 200 milljónir dollara. CNN skýrir frá þessu.

Nokkrum vikum áður hafði Vaxart veitt heimild til breytinga á samkomulagi við Armistice sem gerði vogunarsjóðnum kleift að selja nær öll hlutabréf sín ef verð þeirra myndi snarhækka.

Í júlí sögðu heilbrigðisyfirvöld New York Times að þau hefðu ekki gert samning við Vaxart eða átt í samningaviðræðum við fyrirtækið. Sögðu yfirvöld að fyrirtækið hefði átt mjög takmarkaða aðkomu að Operation Warp Speed.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvetja fólk til að dreifa soðnum kartöflum í garðinum

Hvetja fólk til að dreifa soðnum kartöflum í garðinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reiðir Bandaríkjamenn láta í sér heyra í stærstu mótmælunum til þessa – Mótmælt á rúmlega 1.200 stöðum í dag

Reiðir Bandaríkjamenn láta í sér heyra í stærstu mótmælunum til þessa – Mótmælt á rúmlega 1.200 stöðum í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta