fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Lág dánartíðni af völdum COVID-19 á Indlandi vekur undrun – Tengist það beinbrunasótt?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 05:51

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverjar hafa að undanförnu aflétt sumum af þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Nú er verið að opna samfélagið á nýjan leik í áföngum. Fjöldi smitaðra hefur farið lækkandi síðustu daga og margir hafa jafnað sig af COVID-19. En yfirvöld eru á tánum og óttast að faraldurinn blossi upp á nýjan leik af miklum þunga.

Rúmlega 7,3 milljónir smita hafa verið staðfest í landinu sem er á góðri leið með að fara fram úr Bandaríkjunum hvað varðar fjölda staðfestra smita. En staðan á Indlandi er samt sem áður mun betri en í Bandaríkjunum. Miklu fleiri hafa jafnað sig af COVID-19 þar, eða um 6,5 milljónir, og dánartíðnin er mun lægri eða um 1,5% af þeim sem hafa greinst með veiruna.

Ekki er hægt að segja með neinni vissu af hverju dánartíðnin er svo lág og væntanlega verður ekki hægt að skera úr um það fyrr en í rannsóknum framtíðarinnar. En nokkrar kenningar eru á lofti. Ein snýst um að meðalaldur þjóðarinnar eigi hlut að máli en hann er aðeins 28,4 ár og er einn sá lægsti í heimi. Til samanburðar má nefna að í Frakklandi er meðalaldurinn 42,3 ár og þar er dánartíðnin 4,7%.

Önnur tilgáta er að tilvist annarra smitsjúkdóma styrki ónæmiskerfi fólks. Í því samhengi hefur beinbrunasótt verið nefnd til sögunnar og að hún veiti hugsanlega vörn gegn kórónuveirunni. Það hefur stutt við þessa kenningu að í Singapore hafa yfirvöld skráð mesta fjölda beinbrunasóttartilfella í sögunni í ár. Þar hafa um 57.000 smitast af COVID-19 og 28 látist. 31.000 hafa greinst með beinbrunasótt og 28 hafa látist af hennar völdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn