Fyens.dk skýrir frá þessu. Haft er eftir Nick Brammer, hótelstjóra, að þetta sé gert til að gestirnir geti gengið að rólegu umhverfi vísu. Hann sagði jafnframt að eldri gestir hafi meiri tíma og áhuga á að tala og að minna stress fylgi þeim.
Hann sagði að flestir gestir hótelsins séu fullorðnir og með því að taka upp aldurstakmark sé einnig hægt að komast hjá því að valda barnafjölskyldum vonbrigðum sem koma kannski á hótelið og telja að þar sé mikið um að vera fyrir börn.
Þetta er í fyrsta sinn sem fullorðinshótel tekur til starfa í Danmörku en danskar ferðaskrifstofur hafa komið upp slíkum hótelum á vinsælum áfangastöðum sínum erlendis og er töluverð eftirspurn eftir gistingu á þeim.