fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Navalny segir að Pútín hafi staðið að baki morðtilræðinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 18:00

Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny, sem er einn helsti gagnrýnandi Vladímír Pútíns forseta, segir að Pútín beri ábyrgð á morðtilræðinu við sig í ágúst þegar eitrað var fyrir honum með taugaeitri.

Í viðtali við Der Spiegel í gær sagði Navalny að „Pútín stæði á bak við glæpinn“. Navalny veiktist heiftarlega af völdum Novichock taugaeitursins sem hann komst í snertingu við. Almennt er talið að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi komið eitrinu fyrir á drykkjaríláti sem Navalny drakk síðan úr. Þetta sama eitur notaði rússneska leyniþjónustan þegar hún reyndi að ráða Sergei Skripal af dögum í Englandi 2018.

„Ég hef engar aðrar skýringar á þessum glæp. Ég er ekki að segja þetta til að gleðja sjálfan mig heldur á grunni staðreynda,“

Sagði Navalny.

Hann veiktist þegar hann var um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Flugstjórinn lenti strax á næsta flugvelli, í Omsk, þar sem Navalny var lagður inn á sjúkrahús en hann var meðvitundarlaus við komuna þangað. Tveimur dögum síðar var hann fluttur á sjúkrahús í Berlín.

Samstarfsfólk hans hefur lengi haldið því fram að ráðamenn í Moskvu hafi staðið á bak við morðtilræðið en þetta er í fyrsta sinn sem Navalny segir það sjálfur. Talsmaður ríkisstjórnarinnar vísaði ásökununum á bug í gær og sagði þær ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum.

Navalny hefur margoft verið handtekinn og áreittur af yfirvöldum. Honum var meinað að bjóða sig fram til forseta 2018 en Pútín virðist vera nokkuð smeykur við hann. Andstæðingar Pútíns hafa margir hverjir látist af undarlegum orsökum og banatilræðið við Navalny er bara það síðasta í röð árása á andstæðinga Pútíns.

Navalny sagði í samtali við Der Spiegel að hann hafi í hyggju að snúa aftur til Rússlands um leið og heilsa hans leyfi, jafnvel þótt það geti reynst honum hættuleg.

„Verkefni mitt núna er að vera maðurinn sem er ekki hræddur og ég er ekki hræddur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki