fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Manstu eftir John Wayne Bobbitt? Nú er hann aftur í vanda

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 22:15

John Wayne Bobbitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1993 komst John Wayne Bobbitt í heimsfréttirnar eftir að eiginkona hans, Lorena, skar getnaðarlim hans af honum með eldhúshníf á meðan hann svaf. Hún flúði síðan frá heimili þeirra í bíl og hafði liminn með. Honum henti hún síðan út um bílgluggann. Limurinn fannst og læknum tókst að græða hann á John. Ástæðan fyrir þessum verknaði Lorena var að hún hafði fengið sig fullsadda af því ofbeldi sem John beitti hana. Þetta kvöld hafði hann nauðgað henni og það var dropinn sem fyllti mælinn. Nú er John enn á ný í vandræðum.

Í samtali við TMZ sagði John að hann hafi stigið á nagla þegar hann var við byggingaframkvæmdir fyrir sjö árum. Naglinn fór í gegnum skóinn og í tá á vinstri fæti. Nokkrum mánuðum síðar áttaði hann sig á að sýking var komin í sárið. Læknar á tveimur sjúkrahúsum náðu ekki að leysa málið að fullu og í ljós kom að sýking var komin í bein.

Sárið hefur aldrei náð að gróa að fullu þrátt fyrir að hann hafi verið settur á mikla sýklalyfjakúra og nú er John enn einu sinni kominn á sjúkrahús út af fætinum sem lítur ekki vel út. Á vef TMZ er hægt að sjá myndir af honum.

John sagði að beinið væri svo illa farið að læknar íhugi nú að taka fótinn af. Það bætist þá við að á síðasta ári var tá á hægri fæti hans tekin af vegna sýkingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur