New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að konan hafi gert þetta í hefndarskyni eftir deilur við vinnufélaga sinna. Dómstóll í Jiaozuo dæmdi konuna til dauða á mánudaginn. Konunni, sem heitir Wang Yun, er í dómsorði lýst sem „fyrirlitlegri og illri manneskju“ að sögn ríkisfjölmiðilsins Global Times.
Illvirkið framdi konan þann 27. mars 2019. Faðir eins barnanna sagði í samtali við Global Times að hann hefði flýtt sér á leikskólann þegar hann frétti að barn hans væri að kasta upp og svimaði.
„Það var æla á buxunum þeirra. Það voru önnur börn sem köstuðu líka upp og voru föl,“
sagði hann.
Saltpéturssýra er aðallega notuð til að salta kjöt. Hún er mjög eitruð og er einnig að finna í áburði, sprengiefni og skotfærum.
Fyrir dómi kom fram að Wang hefði einu sinni áður notað saltpéturssýru en það var 2017. Þá keypti hún hana á netinu og byrlaði eiginmanni sínum eftir rifrildi. Hann slapp með skrekkinn frá því.