Sky News skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir sóttkví forsetahjónanna er að einn helsti og nánasti ráðgjafi Trump, Hope Hicks, greindist með smit í gær. Hún ferðaðist með Trump á kosningafund á miðvikudaginn.
Trump skrifaði á Twitter að Hope, sem hafi lagt svo hart að sér og hafi ekki einu sinni tekið sér smá frí, hafi greinst með COVID-19.
„Hræðilegt! Forsetafrúin og ég bíðum nú eftir niðurstöðum úr okkar sýnum. Á meðan verðum við í sóttkví!“
Hope Hicks, sem er 31 ár, ferðaðist margoft með forsetanum undanfarna viku, þar á meðal í þyrlu forsetans og flugvél hans.
Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu:
„Forsetinn tekur heilsu og öryggi sjálfs síns og allra sem vinna með honum og bandarísku þjóðinni mjög alvarlega.“