fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Danir ætla að aflífa eina milljón minka vegna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 11:03

Mynd úr safni. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að allir minkar í minkabúum þar sem kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hefur komið upp eða grunur er um að hún hafi komið upp verði aflífaðir. Einnig á að aflífa allar minka á minkabúum nálægt búum þar sem smit hafa komið upp eða grunur er um smit. Um rúmlega eina milljón dýra er að ræða.

TV2 segir að smit hafi komið upp á 41 búi á Norður-Jótlandi og grunur sé um smit í 20 búum til viðbótar. Á fréttamannafundi í gær sagði Mogens Jensen, matvælaráðherra, að ljóst væri að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til fram að þessu dugi ekki og því verði að herða þær enn frekar.

Það er mat ríkisstjórnarinnar að aflífa þurfi minka á um 100 búum og að þegar upp verður staðið verði um rúmlega eina milljón dýra að ræða.

Smitin í minkum eru óvenjulega smitandi, bæði hvað varðar fólk og dýr, að sögn heilbrigðisyfirvalda og af þeim sökum á að aflífa alla minka í búum sem eru í innan við 8 km radíus frá búum þar sem smit eru staðfest eða grunur leikur á að smit hafi komið upp.

Ríkið mun greiða bændum bætur vegna þess fjárhagslega tjóns sem þeir verða fyrir vegna þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Í gær

Þessi störf auka hármissi

Þessi störf auka hármissi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester