fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Danir ætla að aflífa eina milljón minka vegna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 11:03

Mynd úr safni. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að allir minkar í minkabúum þar sem kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hefur komið upp eða grunur er um að hún hafi komið upp verði aflífaðir. Einnig á að aflífa allar minka á minkabúum nálægt búum þar sem smit hafa komið upp eða grunur er um smit. Um rúmlega eina milljón dýra er að ræða.

TV2 segir að smit hafi komið upp á 41 búi á Norður-Jótlandi og grunur sé um smit í 20 búum til viðbótar. Á fréttamannafundi í gær sagði Mogens Jensen, matvælaráðherra, að ljóst væri að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til fram að þessu dugi ekki og því verði að herða þær enn frekar.

Það er mat ríkisstjórnarinnar að aflífa þurfi minka á um 100 búum og að þegar upp verður staðið verði um rúmlega eina milljón dýra að ræða.

Smitin í minkum eru óvenjulega smitandi, bæði hvað varðar fólk og dýr, að sögn heilbrigðisyfirvalda og af þeim sökum á að aflífa alla minka í búum sem eru í innan við 8 km radíus frá búum þar sem smit eru staðfest eða grunur leikur á að smit hafi komið upp.

Ríkið mun greiða bændum bætur vegna þess fjárhagslega tjóns sem þeir verða fyrir vegna þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“