fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Óttaðist uppsögn – Eitraði fyrir samstarfskonu sinni í níu mánuði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. október 2020 06:49

Kaffið var saklaust af þessu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

53 ára ítölsk kona hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa byrlað samstarfskonu sinni róandi lyf í níu mánuði. Hún setti lyfið í kaffi konunnar á degi hverjum. Ástæðan er að konan hafði heyrt orðróm um að grípa ætti til uppsagna hjá fyrirtækinu og því ákvað hún að gera hina konuna sljóa svo hún gæti ekki sinnt starfi sínu vel. Þær sinntu samskonar verkefnum hjá fyrirtækinu sem er tryggingafyrirtæki.

Samkvæmt frétt Sky News störfuðu konurnar í bænum Bra sem er sunnan við Tórínó. Hin dæmda tók að sér að færa samstarfsfólki sínu kaffi á hverjum morgni. Hún nýtti tækifærið til að setja róandi lyf út í kaffi samstarfskonunnar. Lyf þetta er notað gegn kvíða eða sem svefnlyf.

Fórnarlambið fann fyrir áhrifum lyfsins. Eftir að hún ók á tré fór hana að gruna að eitthvað óeðlilegt væri á seyði. Þegar hin konan hvatti hana til að drekka kaffi og sagði: „Hversu mikið getur það skaðað þig?“ komst upp um hana. Að auki höfðu náðst myndir af henni að setja lyfið út í kaffið.

Konan neitaði sök og hefur áfrýjað dómnum. Fyrir dómi kom fram að fyrirtækið hafði ekki í hyggju að segja fólki upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina