Samkvæmt frétt Sky News störfuðu konurnar í bænum Bra sem er sunnan við Tórínó. Hin dæmda tók að sér að færa samstarfsfólki sínu kaffi á hverjum morgni. Hún nýtti tækifærið til að setja róandi lyf út í kaffi samstarfskonunnar. Lyf þetta er notað gegn kvíða eða sem svefnlyf.
Fórnarlambið fann fyrir áhrifum lyfsins. Eftir að hún ók á tré fór hana að gruna að eitthvað óeðlilegt væri á seyði. Þegar hin konan hvatti hana til að drekka kaffi og sagði: „Hversu mikið getur það skaðað þig?“ komst upp um hana. Að auki höfðu náðst myndir af henni að setja lyfið út í kaffið.
Konan neitaði sök og hefur áfrýjað dómnum. Fyrir dómi kom fram að fyrirtækið hafði ekki í hyggju að segja fólki upp.