Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir honum að hann telji að á fyrsta ársfjórðungi 2021 verði fleiri en eitt bóluefni tilbúið til notkunar.
Hann sagði ólíklegt að bóluefni verði tilbúin til notkunar fyrir jól en hann sagðist eiga von á að gögn um bóluefni og virkni þeirra birtist í nóvember eða desember. Hann sagðist einnig vongóður um að bólusetningar fari að bera mikinn árangur á næsta ári. Jonathan Van-Tam, landlæknir á Englandi, hefur verið jafn bjartstýnn og Farrar og hefur látið hafa eftir sér að hugsanlega verði hægt að hefja notkun bóluefnis, sem kennt er við Oxford og verður framleitt af AstraZeneca, í upphafi næsta árs.
Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur birt myndband, sem hægt er að sjá neðst í þessari frétt, sem sýnir bóluefni gegn kórónuveirunni í framleiðslu í verksmiðju fyrirtækisins. Fyrirtækið segist nú þegar hafa framleitt mörg hundruð þúsund skammta af því í verksmiðju sinni í Puurs í Belgíu. The Mail on Sunday skýrir frá þessu. Bóluefnið er geymt á lager og er tilbúið til notkunar ef lyfjaeftirlitsstofnanir samþykkja notkun þess að tilraunum loknum en þær standa enn yfir. Verið er að prófa bóluefnið á 44.000 manns.
Pfizer vonast til að vera tilbúið með 100 milljónir skammta fyrir árslok. Á næsta ári reiknar fyrirtækið með að framleiða 1,3 milljarða skammta. Hver og einn þarf tvo skammta af bóluefninu.
https://www.youtube.com/watch?v=oByuf_praek&ab_channel=DailyViralNews