fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Lisa verður tekin af lífi fljótlega – Fyrsta konan í 67 ár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. október 2020 20:30

Lisa Montgomery verður tekin af lífi fljótlega. Mynd: EPA/WYANDOTTE COUNTY SHERIFF'S DEPAR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bonny Brown Heady var tekin af lífi í Bandaríkjunum í desember 1953. Hún hafði verið fundin sek um mannrán og morðið á sex ára syni auðkýfings. Unnusti hennar var einnig tekinn af lífi fyrir sama glæp. Þau voru sett í gasklefa og endi bundinn á líf þeirra. Heady er síðasta konan sem var tekin af lífi af alríkisstjórninni. Nú stefnir í að Lisa Montgomery, 53 ára, verði fyrsta konan  sem alríkið tekur af lífi síðan 1953 en dómsmálaráðuneytið hefur tekið ákvörðun um aftöku hennar.

Fyrirhugað er að taka hana af lífi í fangelsi í Terre Haute í Indiana þann 8. desember næstkomandi. Hún var dæmd fyrir að hafa kyrt konu í Missouri árið 2004 og að hafa skorið upp kvið hennar og stolið ófæddu barni hennar.

The Guardian segir að lögmenn Montgomery haldi því fram að hún sé heilasködduð, hafi orðið fyrir heilaskaða í æsku vegna ofbeldis sem hún sætti, og að hún þjáist af ýmsum geðsjúkdómum.

Þetta heldur þó ekki aftur af William Barr, dómsmálaráðherra, sem tilkynnti að Montgomery verði tekin af lífi þann 8. desember og að Brandon Bernard, 40 ára, verði tekin af lífi tveimur dögum síðar. Hann var sakfelldur fyrir að hafa, í slagtogi við tvo aðra, myrt tvo presta í Texas 1999.

Í yfirlýsingu frá Barr segir að afbrotin hafi verið „sérstaklega svívirðileg morð“.  Hann hefur látið taka sjö alríkisfanga af lífi síðan í júlí en áður höfðu aðeins þrír verið teknir af lífi síðan dauðarefsingar af hálfu alríkisins voru teknar upp á nýjan leik 1998.

Montgomery er eina konan sem bíður aftöku á vegum alríkisins eftir því semthe Detah Penalty Information Center segir. Frá 1976 hafa sextán konur verið teknar af lífi á vegum ríkja Bandaríkjanna. Síðast 2015 þegar Kelly Renee Gissendaner var tekin af lífi fyrir að hafa myrt eiginmann sinn 1997.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Í gær

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“