Sjávarlíffræðingar sem The Guardian ræddi við segja að þessi þróun sé mikið áhyggjuefni. Sami fjöldi fólks hefur verið bitinn af hvíthákörlum á þessu ári og á síðasta ári en fjöldi látinna hefur hækkað töluvert.
Doktor Blake Chapman segir að þetta segi sitthvað um markmið árásanna. Hann segir að hákarlabit, sem er ekki fylgt eftir af fullum þunga, sé vegna þess að hákarlinn sér að ekki er um hugsanlega bráð að ræða. Hún segir að líklega megi rekja aukningu árása hvíthákarla til hafstraumsins La Nina en tengsl eru á milli straumsins og fjölda árása.
„Við sjáum fleiri árásir þegar La Nina er. Hvíthákarlar, sem bíta fólk og skilja það eftir, gera það oft því þeir eru ekki í sínu náttúrulega umhverfi þar sem þeir finna fæðu. Það er nefnilega ekki margt sem stöðvar hákarl í að éta fólk.“