Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í vísindaritinu Nature Medicine á miðvikudaginn.
Vísindamenn skoðuðu dánartíðni í 21 ríki frá miðjum febrúar fram til loka maí. Í 11 ríkjum létust mjög fáir umfram það sem vænta mátti eða jafnvel færri en í meðalári. Í heildina létust 206.000 fleiri í ríkjunum 21 á tímabilinu en vænta mátti miðað við meðaltal síðustu ára. Þetta svarar til heildarfjölda dauðsfalla af völdum lungnakrabbameins í þessum ríkjum á einu ári.
Það voru Ítalía, Spánn, England og Wales (sem eru talin saman í rannsókninni) sem komu verst út. Þar var fjöldi dauðsfalla 24%, 22% og 28% meiri en í meðalári. Flest ríkin í rannsókninni eru í Vestur-Evrópu en Ástralía og Nýja-Sjáland voru einnig tekin með.
Vísindamennirnir reiknuðu út hversu mörgum dauðsföllum mætti eiga von á og var útreikningurinn byggður á gögnum sem náðu aftur til 2015. Þeir báru síðan dánartölurnar í heimsfaraldrinum saman við þessar tölur.
Ekki er tekið tillit til þess í rannsóknin hver dánarorsök fólks var.