Þetta kemur fram í nýrri rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að CO2 losun vegna samgangna og flutninga hafi dregist saman um 40 prósent, um 22 prósent frá orkuframleiðslu og 17 prósent frá iðnaði.
Þeir unnu út frá gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda í 400 borgum og bæjum um allan heim.
Í júlí var losunin sú sama og í júlí á síðasta ári. Þá var byrjað að slaka á hömlum, sem höfðu verið settar, víða og yfirvöld náðu betri stjórn á faraldrinum. Vísindamennirnir segja að það hafi verið sérstaklega mikill samdráttur í losun CO2 frá flutningageiranum, orkugeiranum og flugvélum á fyrri helmingi ársins.
Zhu Liu, hjá Tsinghua háskólanum í Peking, er einn aðalhöfunda rannsóknarinnar. Eftir því sem Zhu segir þá er rannsóknin sú nákvæmasta sem hefur verið gerð á áhrifum heimsfaraldursins á losun gróðurhúsalofttegunda.
Það kom aðeins á óvart að losun heimilanna dróst saman um þrjú prósent þrátt fyrir að margir hafi unnið heima. Vísindamennirnir segja að það megi rekja til þess að veturinn hafi verið óvenjulega mildur og því hafi verið minni orkunotkun.