fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Kettir brosa – Nota óvenjulega aðferð til þess

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. október 2020 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kattaeigendur geta nú glaðst yfir niðurstöðum nýrrar rannsóknar breskra vísindamanna. Niðurstaðan er örugglega eitthvað sem kattaeigendur vissu svo sem en nú hafa þeir vísindalega sönnun fyrir því að kettir brosa.

ScienceAlert skýrir frá þessu. Fram kemur að kettir brosi en ekki eins og við mannfólkið sem notum munninn til þess. Kettir nota augun og blikka hægt þegar þeir brosa. Þessu komust vísindamennirnir að með því að rannsaka samskipti katta.

Fólk getur auðvitað notað aðferð kattanna en í henni felst að loka augunum í nokkrar sekúndur og opna síðan, þá er komið kattabros.

Í öðrum helmingi rannsóknarinnar var notast við 21 kött frá 14 heimilum. Eigendur þeirra voru látnir blikka til þeirra og hafði það þau áhrif að kettirnir voru líklegir til að blikka til baka, sem sagt brosa.

Í hinum hlutanum var notast við 24 ketti frá 8 heimilum. Vísindamennirnir blikkuðu til þeirra en þeir höfðu ekki séð kettina áður. Þessi hópur var borinn saman við annan hóp sem vísindamennirnir störðu bara á. Kettirnir, sem blikkað var til, voru líklegri til að blikka aftur til vísindamannanna og til að koma nær þeim miðað við samanburðarhópinn sem starað var á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Í gær

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat