ScienceAlert skýrir frá þessu. Fram kemur að kettir brosi en ekki eins og við mannfólkið sem notum munninn til þess. Kettir nota augun og blikka hægt þegar þeir brosa. Þessu komust vísindamennirnir að með því að rannsaka samskipti katta.
Fólk getur auðvitað notað aðferð kattanna en í henni felst að loka augunum í nokkrar sekúndur og opna síðan, þá er komið kattabros.
Í öðrum helmingi rannsóknarinnar var notast við 21 kött frá 14 heimilum. Eigendur þeirra voru látnir blikka til þeirra og hafði það þau áhrif að kettirnir voru líklegir til að blikka til baka, sem sagt brosa.
Í hinum hlutanum var notast við 24 ketti frá 8 heimilum. Vísindamennirnir blikkuðu til þeirra en þeir höfðu ekki séð kettina áður. Þessi hópur var borinn saman við annan hóp sem vísindamennirnir störðu bara á. Kettirnir, sem blikkað var til, voru líklegri til að blikka aftur til vísindamannanna og til að koma nær þeim miðað við samanburðarhópinn sem starað var á.