fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Xi segir kínverskum hermönnum að undirbúa sig undir stríð

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. október 2020 20:00

Kínverski herinn fær nú heimild til „sérstaka hernaðaraðgerða“.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Notið alla krafta ykkar í að undirbúa ykkur undir stríð. Þetta var boðskapur Xi Jinping, forseta Kína, í gær þegar hann heimsótti herstöð í Guandong-héraðinu. Samkvæmt frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua þá bað hann hermennina um „að vera við öllu búnir“.

Xi er undir ákveðnum þrýstingi þessar vikurnar vegna deilna við önnur ríki. Þar er til dæmis um minni deilur við önnur ríki í Asíu að ræða en einnig deilur við kjarnorkuveldin Indland og Bandaríkin. Íhlutun kínversku kommúnistastjórnarinnar í málefni Hong Kong hefur vakið sérstaklega mikla reiði í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eru einnig ósáttir við stefnu kommúnistastjórnarinnar gagnvart Taívan sem Kína vill gjarnan innlima í landið.

„Notið alla orku ykkar og einbeitingu til að undirbúa ykkur undir stríð. Verið algjörlega trúir og traustir,“

sagði Xi við hermennina að sögn CNN sem segir að Xi hafi margoft hótað að beita hervaldi til að gera út af við drauminn um sjálfstætt Taívan. Bandaríkin hafa lofað að senda vopn til Taívan en það fer illa í kínverska ráðamenn sem hafa gagnrýnt þetta opinberlega. Til að sýna óánægju sína sendu Kínverjar 40 orustuþotur að Taívan á mánudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“