Hann stöðvaði til að spyrja lögreglumennina til vegar. Þar sem hann hafði nú stöðvað ákváðu lögreglumenn að fá að sjá ökuskírteinið hans. Hann framvísaði þá þýsku skírteini sem var ekki í gildi. Því næst dró hann upp gamalt norskt ökuskírteini sem var útrunnið.
Bergens Tidende segir að lögreglumennirnir hafi því orðið að meina manninum að aka lengra. Ökumaðurinn sjálfur hafði að sögn á orði að hann hefði betur sleppt því að stöðva til að spyrja til vegar.