CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að frá 2000 til 2019 hafi verið 7.348 meiriháttar náttúruhamfarir, þar á meðal jarðskjálftar, fellibyljir og flóðbylgjur, sem hafi orðið 1,23 milljónum manna að bana. Haft áhrif á 4,2 milljarða og haft gríðarleg neikvæð áhrif á efnahagskerfi heimsins. Á árunum 1980 til 1999 voru 4.212 náttúruhamfarir.
Þær náttúruhamfarir sem eru taldar með eru þær sem verða 10 eða fleiri að bana, hafa áhrif á 100 eða fleiri, neyðarástandi er lýst yfir eða beðið er um alþjóðlega aðstoð.
Flestar þessarar hamfara tengdust loftslaginu, til dæmis flóð, óveður, þurrkar, hitabylgjur, fellibyljir og gróðureldra.