Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Aske Lohse Sørensen, einum vísindamannanna, að það sjáist að hægt hafi á snúningi jarðarinnar um eiginn öxul með tímanum. Ástæðan er að tunglið togar í jörðina í öfuga átt við snúning hennar. Það veldur því að það hægir á snúningnum og að tunglið fjarlægist jörðina sagði hann einnig. Tunglið er sem sagt á flótta frá jörðinni en hann er hægur, mjög hægur.
„Það hreyfist með um það bil sama hraða og neglur okkar vaxa, um fjóra sentimetra á ári. Þú getur hugleitt það næst þegar þú klippir neglurnar,“
sagði Sørensen.
Vísindamennirnir komust að niðurstöðu sinni með því að rannsaka efnasamsetningu borkjarna úr 500 milljón ára gömlum setlögum. Út frá greiningu á þeim gátu þeir áttað sig á breytingum á sólskini á jörðinni. Út frá þeirri vitneskju reiknuðu þeir lengd dagsins.