fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

Fyrir 500 milljónum ára var sólarhringurinn tveimur klukkustundum styttri

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. október 2020 19:01

26 klukkustunda sólarhringur var eitt sinn staðreynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 500 milljónum ára var sólarhringurinn 21 klukkustund og 57 mínútur, það er að segja rúmlega tveimur klukkustundum styttri en í dag. Þetta er niðurstaða vísindamanna við GLOBE-stofnunina hjá Kaupmannahafnarháskóla. Þeir byggja hana á rannsóknum á jarðlögum á Borgundarhólmi og í suðurhluta Svíþjóðar.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Aske Lohse Sørensen, einum vísindamannanna, að það sjáist að hægt hafi á snúningi jarðarinnar um eiginn öxul með tímanum. Ástæðan er að tunglið togar í jörðina í öfuga átt við snúning hennar. Það veldur því að það hægir á snúningnum og að tunglið fjarlægist jörðina sagði hann einnig. Tunglið er sem sagt á flótta frá jörðinni en hann er hægur, mjög hægur.

„Það hreyfist með um það bil sama hraða og neglur okkar vaxa, um fjóra sentimetra á ári. Þú getur hugleitt það næst þegar þú klippir neglurnar,“

sagði Sørensen.

Vísindamennirnir komust að niðurstöðu sinni með því að rannsaka efnasamsetningu borkjarna úr 500 milljón ára gömlum setlögum. Út frá greiningu á þeim gátu þeir áttað sig á breytingum á sólskini á jörðinni. Út frá þeirri vitneskju reiknuðu þeir lengd dagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu