fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Fyrir 500 milljónum ára var sólarhringurinn tveimur klukkustundum styttri

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. október 2020 19:01

26 klukkustunda sólarhringur var eitt sinn staðreynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 500 milljónum ára var sólarhringurinn 21 klukkustund og 57 mínútur, það er að segja rúmlega tveimur klukkustundum styttri en í dag. Þetta er niðurstaða vísindamanna við GLOBE-stofnunina hjá Kaupmannahafnarháskóla. Þeir byggja hana á rannsóknum á jarðlögum á Borgundarhólmi og í suðurhluta Svíþjóðar.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Aske Lohse Sørensen, einum vísindamannanna, að það sjáist að hægt hafi á snúningi jarðarinnar um eiginn öxul með tímanum. Ástæðan er að tunglið togar í jörðina í öfuga átt við snúning hennar. Það veldur því að það hægir á snúningnum og að tunglið fjarlægist jörðina sagði hann einnig. Tunglið er sem sagt á flótta frá jörðinni en hann er hægur, mjög hægur.

„Það hreyfist með um það bil sama hraða og neglur okkar vaxa, um fjóra sentimetra á ári. Þú getur hugleitt það næst þegar þú klippir neglurnar,“

sagði Sørensen.

Vísindamennirnir komust að niðurstöðu sinni með því að rannsaka efnasamsetningu borkjarna úr 500 milljón ára gömlum setlögum. Út frá greiningu á þeim gátu þeir áttað sig á breytingum á sólskini á jörðinni. Út frá þeirri vitneskju reiknuðu þeir lengd dagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð