fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Trump-lyfið virkar ekki gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 11:01

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af stóru vonunum í baráttunni við kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, er brostin. Lyfið Remdesivir, sem Donald Trump fékk meðal annars þegar hann var smitaður, hefur ekki þau áhrif að fleiri alvarlega veikir COVID-19 sjúklingar lifi veikindin af. Miklar vonir hafa verið bundnar við lyfið og að það gæti orðið nokkurskonar hornsteinn í lækningu við COVID-19. En nú liggur niðurstaða hinnar stóru alþjóðlegu Solidarity-rannsóknar fyrir: Remdesivir tryggir ekki að fleiri lifi alvarlega COVID-19 veikindi af. Lyfið virðist heldur ekki hafa áhrif á hversu lengi sjúklingarnir liggja á sjúkrahúsi.

Rannsóknin hefur verið birt á Medrxiv. Það var Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO sem samhæfði rannsóknina sem er sú stærsta sinnar tegundar sem gerð hefur verið.

Á sjúkrahúsum víða um heim fengu 2.750 COVID-19 sjúklingar Remdesivir. Jafn stór samanburðarhópur tók síðan þátt í tilrauninni. Niðurstöðurnar sýna að það var ekki umtalsverður munur á hversu margir lifðu af í hópunum.

Þegar sjúklingunum var skipt upp í undirhópa benda niðurstöðurnar til að meiri líkur séu á að þeir veikustu deyi ef þeir fá Remdesivir en munurinn er þó það lítill að um tilviljun gæti verið að ræða.

Niðurstöðurnar benda einnig til að þeir minnst veiku eigi meiri möguleika á að lifa af ef þeir fá Remdesivir en það gæti einnig verið tilviljun.

Í júlí voru birtar niðurstöður rannsóknar sem bentu til að Remdesivir gæti haft ákveðin áhrif. Endurskoðuð útgáfa af þeirri rannsókn var birt 8. október og var niðurstaðan sú sama. Niðurstöðurnar sýndu að 11,4% þeirra sem fengu Remdesivir létust innan mánaðar en 15,2% þeirra sem voru í samanburðarhópnum. Munurinn var svo lítill að hann benti til að ef tilraunin væri endurtekin með fleiri sjúklingum myndi þessi munur hverfa.

Það var einmitt það sem gerðist í nýju stóru rannsókninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti