fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Trump kyndir undir ótrúlegri samsæriskenningu um Barack Obama

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 05:29

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn einu sinni hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, tekist að reita marga til reiði en eflaust gleðjast aðrir af sama tilefni. Ástæðan er að á miðvikudaginn endurtísti hann nýrri samsæriskenningu um Barack Obama, sem var forseti á undan honum.

Það var Trump sem stóð á bak við mikla herferð gegn Obama frá 2008 til 2015 en þá hélt hann því fram að Obama hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum og gæti því ekki verið forseti en það er skilyrði fyrir kjörgengi að vera fæddur í Bandaríkjunum. Trump varð á endanum að bakka með þessa kenningu sína en ekki virðist hafa dregið úr óbeit hans í garð Obama miðað við að hann kyndir nú undir nýja, og eiginlega klikkaða, samsæriskenningu um Obama.

Nýja kenningin, sem Trump endurtísti, gengur út á að grafa undan þeirri staðreynd að það var Obama sem var forseti þegar Osama bin Laden, heilinn á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 2001, var drepinn af bandarískum sérsveitarmönnum.

Það eru Kari Donovan og hreyfingin QAnon sem standa á bak við þessa kenningu og eftir því sem segir á Twitteraðgangi Trump þá er sagan sem hér fylgir sönn:

Þegar Obama tilkynnti 2011 að sérsveitin Seal Team 6 hefði fundið bin Laden og drepið hann í Pakistan þá var það bara lygi og hneykslanlegur áróður. Þess í stað hafði Obama látið taka sérsveitarmennina af lífi og sá bin Laden, sem var drepinn, var í raun staðgengill hins raunverulega bin Laden. Segir QAnon að á sama tíma og hinir miklu ættjarðarvinir, sérsveitarmennirnir, liggi í köldum gröfum sínum gangi Osama bin Laden laus og sé að skipuleggja næstu árás á Bandaríkin.

Trump endurtísti kenningu samsæriskenningasmiðsins Kari Donovan um þetta. Hún segist þó ekki hafa neinar sannanir fyrir þessu en eins og forsetinn hafi hún sínar „grunsemdir“. Það virðist einmitt duga í bandarískum stjórnmálum í dag að hafa grunsemdir um eitt og annað. Endurtíst Trump fékk fljótlega mörg þúsund „læk“.

Robert O‘Neill, einn af sérsveitarmönnunum sem tóku þátt í aðgerðinni, skrifaði athugasemd við endurtíst Trump:

„Hugrakkir menn kvöddu börnin sín áður en þeir fóru til Pakistan til að drepa Osama bin Laden. Við fengum fyrirmælin frá Obama forseta. Þetta var ekki staðgengill.“

En þetta virðist ekki duga til að hafa áhrif á fólk og enn streyma „læk“ inn við kenninguna sem forsetinn styður greinilega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi