„Það er sjaldan sem maður kallar fólk sem notar eitthvað „fíkla“. Fólk sem er háð fíkniefnum er kallað fíklar og fólk sem sem notar samfélagsmiðla er kallað fíklar,“
sagði hún og bætti við að það væri eitthvað tengt algóritmanum sem geri fólk háð samfélagsmiðlum og það telji hún mjög óhollt fyrir marga.
„Ég hef áhyggjur af öllum þeim sem eru orðnir helteknir af þessu, þegar þetta er orðinn svo stór hluti af daglegu lífi þeirra, því hjá mörgum verður þetta fíkn.“
Sjálf sagðist hún ekki hafa notað samfélagsmiðla lengi.
„Við vorum með Instagramaðgang í gengum stofnunina (bresku konungsfjölskylduna, innsk. blaðamanns) og skrifstofuna okkar í Bretlandi. En við stýrðum þessu ekki, það var heilt teymi. Ég hef tekið ákvörðun um að vera ekki með aðgang svo ég veit ekki hvað er að gerast þarna úti og á margan hátt kemur það sér vel fyrir mig.“