The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að heyrnarskerðing geti verið varanleg afleiðing smits. Dæmi er tekið um 45 ára karlmann, sem þjáðist af astma, sem var lagður inn á gjörgæsludeild með COVID-19.
Viku eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi fékk hann suð í vinstra eyrað og síðan missti hann heyrn að hluta. Hann fékk sterameðferð í kjölfarið og hefur endurheimt hluta af heyrninni. Þetta er fyrsta svona tilfellið í Bretlandi en ekki í heiminum.
Niðurstöður annarrar rannsóknar, sem Kevin Munro prófessor við Manchester University, gerði á 121 kórónuveirusmituðum einstaklingi kom í ljós að 16 höfðu tapað heyrn að hluta eftir að þeir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi.
Ekki er þó alveg öruggt að það sé kórónuveiran sem á sök á heyrnartapi en það verður nú rannsakað nánar.