fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Að nota hjarðónæmi til að binda enda á COVID-19 faraldurinn eru hættuleg mistök

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 15:13

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmyndir um að binda endi á COVID-19 faraldurinn með því að ná hjarðónæmi eru „hættuleg mistök sem engin vísindaleg gögn styðja“ segja 80 vísindamenn í opnu bréfi sem hefur verið birt í læknaritinu the Lancet. The Guardian greinir frá.

Í bréfinu segja vísindamennirnir að áhuginn á að ná hjarðónæmi eigi uppruna sinn að rekja til „víðtækrar siðspillingar og minnkandi traust“ vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til í mörgum ríkjum í kjölfar nýrrar bylgju faraldursins.

Þeir segja að hugmyndin um að vernda viðkvæma hópa en leyfa veirunni að dreifa sér meðal þeirra sem eru í minni áhættu sé röng. Það að leyfa veirunni að dreifa sér stjórnlaust meðal ungs fólks auki líkurnar á miklum veikindum og dauðsföllum. Auk fórnarkostnaðar í mannslífum myndi þetta hafa áhrif á vinnumarkaðinn og yfirfylla heilbrigðisstofnanir sem þyrftu að veita nauðsynlega aðhlynningu.

The Guardian segir að meðal þeirra sem skrifi undir bréfið séu sérfræðingar í lýðheilsu, farsóttafræðingar, veirufræðingar, sálfræðingar, læknar og stærðfræðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi