fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Að nota hjarðónæmi til að binda enda á COVID-19 faraldurinn eru hættuleg mistök

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 15:13

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmyndir um að binda endi á COVID-19 faraldurinn með því að ná hjarðónæmi eru „hættuleg mistök sem engin vísindaleg gögn styðja“ segja 80 vísindamenn í opnu bréfi sem hefur verið birt í læknaritinu the Lancet. The Guardian greinir frá.

Í bréfinu segja vísindamennirnir að áhuginn á að ná hjarðónæmi eigi uppruna sinn að rekja til „víðtækrar siðspillingar og minnkandi traust“ vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til í mörgum ríkjum í kjölfar nýrrar bylgju faraldursins.

Þeir segja að hugmyndin um að vernda viðkvæma hópa en leyfa veirunni að dreifa sér meðal þeirra sem eru í minni áhættu sé röng. Það að leyfa veirunni að dreifa sér stjórnlaust meðal ungs fólks auki líkurnar á miklum veikindum og dauðsföllum. Auk fórnarkostnaðar í mannslífum myndi þetta hafa áhrif á vinnumarkaðinn og yfirfylla heilbrigðisstofnanir sem þyrftu að veita nauðsynlega aðhlynningu.

The Guardian segir að meðal þeirra sem skrifi undir bréfið séu sérfræðingar í lýðheilsu, farsóttafræðingar, veirufræðingar, sálfræðingar, læknar og stærðfræðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali