fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Að nota hjarðónæmi til að binda enda á COVID-19 faraldurinn eru hættuleg mistök

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 15:13

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmyndir um að binda endi á COVID-19 faraldurinn með því að ná hjarðónæmi eru „hættuleg mistök sem engin vísindaleg gögn styðja“ segja 80 vísindamenn í opnu bréfi sem hefur verið birt í læknaritinu the Lancet. The Guardian greinir frá.

Í bréfinu segja vísindamennirnir að áhuginn á að ná hjarðónæmi eigi uppruna sinn að rekja til „víðtækrar siðspillingar og minnkandi traust“ vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til í mörgum ríkjum í kjölfar nýrrar bylgju faraldursins.

Þeir segja að hugmyndin um að vernda viðkvæma hópa en leyfa veirunni að dreifa sér meðal þeirra sem eru í minni áhættu sé röng. Það að leyfa veirunni að dreifa sér stjórnlaust meðal ungs fólks auki líkurnar á miklum veikindum og dauðsföllum. Auk fórnarkostnaðar í mannslífum myndi þetta hafa áhrif á vinnumarkaðinn og yfirfylla heilbrigðisstofnanir sem þyrftu að veita nauðsynlega aðhlynningu.

The Guardian segir að meðal þeirra sem skrifi undir bréfið séu sérfræðingar í lýðheilsu, farsóttafræðingar, veirufræðingar, sálfræðingar, læknar og stærðfræðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga