fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Óttast að ný bylgja kórónuveirunnar sé skollin á í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 06:55

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjörtíu ríkjum Bandaríkjanna hefur staðfestum kórónuveirusmitum fjölgað að undanförnu Sérstaklega mikil aukning hefur orðið í Miðvesturríkjunum og óttast sérfræðingar að spár um nýja bylgju veirunnar sé að rætast en því hafði verið spáð að ný bylgja myndi skella á í haust og vetur.

Washington Post segir að í tæpan mánuð hafi þróunin í Bandaríkjunum verið á verri veginn. Frá því á laugardag hafi fjöldi smita náð nýjum hæðum í rúmlega 20 ríkjum miðað við meðaltal staðfestra smita í viku hverri.

Blaðið segir þetta mikið áhyggjuefni því þetta sé undanfari þess sem koma skal í vetur þegar veiran muni dreifa sér enn frekar þegar kalt verður í veðri og fólk er meira innanhúss. Þá muni hrekkjavökuhátíðin, þakkargjörðarhátíðin og jólin einnig hafa neikvæð áhrif.

Veiran hefur verið á uppleið í Miðvesturríkjunum að undanförnu eftir að hafa látið mest að sér kveða í strandríkjunum og í borgum landsins. Ekki er vitað af hverju smitum fer fjölgandi, hvort það eru vetraráhrif eða vegna enduropnunar skóla og fyrirtækja eða þá að fólk sé orðið mjög þreytt á ástandinu og hafi slakað á persónulegum vörnum sínum.

Í 40 ríkjum er fjöldi smita meiri en í síðustu viku. Þá hefur sjúkrahúsinnlögnum vegna COVID-19 fjölgað í mörgum ríkjum að undanförnu og er óttast að í kjölfarið muni dánartölur fara hækkandi.

Að minnsta kosti 215.000 manns hafa látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Reiknilíkan frá Institute for Health Metrics and Evaluation hjá University of Washington sýnir að allt að 394.000 geti verið látnir af völdum veirunnar í lok janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“