Fyens Stiftstidende skýrir frá þessu. Netþjónarnir leggja sitt af mörkum við rekstur hins gríðarlega stóra og vinsæla samfélagsmiðils.
Allir þessir netþjónar framleiða mikinn hita sem er nýttur af fjarvarmafyrirtækinu Fjernvarme Fyn sem nýtir hann sem orku fyrir viðskiptavini sína.
Nýja byggingin er um 30.000 fermetrar en þær tvær sem fyrir eru, eru um 56.000 fermetrar. Um 900 manns munu starfa við að reisa bygginguna. Facebook reiknar með að þegar upp verði staðið verði gagnaverið orðið um hálf milljón fermetra.