Hann sendi beiðni til yfirvalda í mars um að fá að skoða bæinn og á laugardaginn rættist draumur hans þegar bærinn var opnaður sérstaklega fyrir hann og engan annan.
Alejandro Neyra, menningarmálaráðherra landsins, sagði að Takayma hafi komið til Perú með þann draum að fá að skoða bæinn. Hann hefur setið fastur í bænum Aguas Calientes, sem er nærri Machu Picchu, síðan í mars.
Hann fékk að skoða bæinn í fylgd yfirmanns þjóðgarðsins, sem Machu Picchu er í, áður en hann snýr aftur heim. Bærinn er rúmlega 500 ára og er á heimsminjaskrá UNESCO. Bærinn er í 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllunum. Hann var byggður um árið 1500 af inkum. Bandaríski prófessorinn Hiram Bingham „fann“ hann 1911. Þegar mest var bjuggu væntanlega um 1.000 manns i bænum. Veggir voru þaktir gulli en það hvarf í gegnum tíðina.
Takayama ætlaði upphaflega að dvelja nokkra daga í Perú til að skoða Machu Picchu en sú dvöl dróst heldur betur á langinn.