Sala áfengis verður einnig óheimil eftir klukkan 20. Á fréttamannafundi í gærkvöldi sagði hann að nú yrði gripið til lokunar samfélagsins að hluta.
„Við finnum fyrir þessu en þetta er eina leiðin. Við verðum að vera strangari,“
sagði hann.
Takmörk verða sett á hversu margir mega safnast saman og allir 13 ára og eldri verða að nota andlitsgrímur á almannafæri. Aðgerðirnar gilda í tvær vikur til að byrja með en ekki er talið útilokað að þær verði framlengdar sagði Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra. Hann sagði einnig að ef aðgerðirnar beri ekki tilætlaðan árangur geti verið nauðsynlegt að herða þær enn frekar og loka samfélaginu að fullu.
Síðustu tvær vikur hafa að meðaltali 387 smit greinst á hverja 100.000 íbúa. Í gær voru staðfest smit 7.400 sem er ekki fjarri því að vera met á einum sólarhring. Til samanburðar má geta þess að í Þýskalandi greindust 5.100 smit í gær en þar búa um 83 milljónir en í Hollandi rúmlega 17 milljónir.