fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Danir óttast að stökkbreytt kórónuveira geti gert bóluefni gagnslaust – Lóga 1,5 milljónum minka

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 07:45

Minkar í dönsku minkabúi. Mynd: EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk stjórnvöld ætla að láta lóga 1,5 milljónum minka í tugum minkabúa í landinu. Kórónuveirusmit hafa komið upp í mörgum búum á síðustu vikum og óttast yfirvöld að minkabúin breytist í „veiruverksmiðjur“ sem muni draga úr gagnsemi bóluefna gegn veirunni þegar þau verða tilbúin til notkunar.

Minkarnir eru smitaðir af sérstöku afbrigði veirunnar en sama afbrigði hefur fundist í fólki sem býr nærri búunum. Danska ríkisútvarpið hefur þetta eftir Anders Fomsgaard hjá dönsku bóluefnastofnuninni.

„Við höfum áhyggjur af að afbrigði af stökkbreyttu veirunni, sem er í dýrunum, muni berast í fólk og vera ónæmt fyrir bóluefnum sem eru í þróun,“

er haft eftir Fomsgaard.

„Það er bóluefnið sem á að bjarga okkur og koma upp hjarðónæmi svo við getum snúið aftur til hefðbundinna lífshátta,“

sagði hann einnig.

Mikil aukning smita

Fyrstu smitin í minkum í Danmörku uppgötvuðust í júní í minkabúi á Norður-Jótlandi. Sýni voru tekin úr dýrunum eftir að tveir starfsmenn í búinu smituðust af veirunni. Veiran hefur síðan breiðst hratt út til fleiri minkabúa. Í heildina hafa smit nú greinst í 80 minkabúum á Norður- og Mið-Jótlandi.

Dýralæknir mættur til að lóga minkum. Mynd:EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN

Yfirvöld hafa ákveðið að lóga öllum dýrum í þessum búum sem og smitlausum búum sem eru innan 7,8 km radíusar frá búum þar sem smit hafa komið upp.

Minkabændur fá fjárhagslega aðstoð frá ríkinu ef dýrum þeirra er lógað. Hvergi í heiminum er minkaeldi meira en í Danmörku og veltir greinin sem nemur tugum milljarða íslenskra króna á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?