„Þjóðin hefur sett traust sitt, jafn hátt og skýin og jafn djúpt og hafið, á mig en ég hef brugðist og hef ekki alltaf staðið undir því. Ég biðst innilegrar afsökunar á því,“
sagði hann segir í þýðingu Korea Times á ræðu hans. Sérfræðingar segja að þetta bendi til að þrýstingur á einræðisstjórnina fari vaxandi.
Hann vitnaði í forvera sína, föður sinn og afa, og sagði að þrátt fyrir að honum hafi verið falin sú ábyrgð að leiða þjóðina þá hafi það sem hann hefur gert og einlægni hans ekki verið nægileg til að losa þjóðina undan þeim erfiðleikum sem hún glímir við.
The Guardian segir að leiðtoginn hafi notað töluverðan hluta af ræðu sinni til að sýna samúð sína með þjóðinni sem hann sagði takast á við „alvarlegar áskoranir“ og „fordæmalausar hörmungar“.
Viðskipti Norður-Kóreu við Kína, sem er mikilvægasti samstarfsaðilinn á efnahagssviðinu, hafa dregist mikið saman vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar en landamæri ríkjanna eru lokuð vegna faraldursins.