fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Kim Jong-un felldi tár og bað þjóðina afsökunar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 05:45

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu stóðu fyrir stórri hersýningu um helgina í tilefni af 75 ára afmæli Verkamannaflokksins sem stýrir landinu með harðri hendi. Leiðtogi flokksins og landsins, Kim Jong-un, hélt ræðu við það tækifæri og bað þjóðina afsökunar um leið og hann tók af sér gleraugun og þurrkaði tár úr augum sínum.

„Þjóðin hefur sett traust sitt, jafn hátt og skýin og jafn djúpt og hafið, á mig en ég hef brugðist og hef ekki alltaf staðið undir því. Ég biðst innilegrar afsökunar á því,“

sagði hann segir í þýðingu Korea Times á ræðu hans. Sérfræðingar segja að þetta bendi til að þrýstingur á einræðisstjórnina fari vaxandi.

Hann vitnaði í forvera sína, föður sinn og afa, og sagði að þrátt fyrir að honum hafi verið falin sú ábyrgð að leiða þjóðina þá hafi það sem hann hefur gert og einlægni hans ekki verið nægileg til að losa þjóðina undan þeim erfiðleikum sem hún glímir við.

The Guardian segir að leiðtoginn hafi notað töluverðan hluta af ræðu sinni til að sýna samúð sína með þjóðinni sem hann sagði takast á við „alvarlegar áskoranir“ og „fordæmalausar hörmungar“.

Viðskipti Norður-Kóreu við Kína, sem er mikilvægasti samstarfsaðilinn á efnahagssviðinu, hafa dregist mikið saman vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar en landamæri ríkjanna eru lokuð vegna faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu