fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Íbúar Nýju-Kaledóníu hafna sjálfstæði frá Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 07:00

Franskir stjórnmála- og embættismenn í heimsókn í Noumea fyrir nokkrum árum. Mynd:EPA/MARC KLEIN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í annað sinn hafa íbúar Nýju-Kaledóníu hafnað því að öðlast sjálfstæði frá Frakklandi. Sameinuðu þjóðirnar skilgreina Nýju-Kaledóníu sem eina af síðustu nýlendum heimsins og svo virðist sem meirihluti íbúanna sé nokkuð sáttur við það. En munurinn á milli já og nei í þjóðaratkvæðagreiðslunum tveimur hefur minnkað og hugsanlega verður niðurstaðan önnur ef kosið verður 2022 eins og gæti orðið.

Nýja-Kaledónía samanstendur af 12 eyjum sem eru samtals rúmlega 18.000 ferkílómetrar. Þær eru í Kyrrahafi, ekki fjarri Ástralíu. Um 270.000 manns búa á eyjunum. Frakkar gerðu landið að nýlendu sinni 1853 og er landið skilgreint af SÞ sem eitt 17 „ekki sjálfstæðra svæða þar sem nýlendutímabilinu er ekki lokið“. 1988 var samið um frið á eyjunum eftir margra ára borgarastyrjöld þar sem tveir ættbálkar eyjaskeggja tókust á um hvernig sambandinu við Frakka skuli háttað.  Friðarsamningurinn var útfærður enn frekar 1998. Þjóðaratkvæðagreiðslur um sjálfstæði frá Frakkland fóru fram 2018 og 2020 og var sjálfstæði hafnað í báðum. Stefnt er að þriðju atkvæðagreiðslunni 2022.

Í kosningunum að þessu sinni voru 53,3% hlynntir áframhaldandi frönskum yfirráðum en 46,7% vildu sjálfstæði. Sjálfstæðissinnar fengu 3 prósentustigum meiri stuðning nú en 2018.

Frakkar hafa veitt miklu fé til eyjanna og eru þær eitt auðugasta samfélagið á svæðinu. En samt sem áður er stór gjá á milli frumbyggja og aðfluttra Frakka og blöndu af innflytjendum frá öðrum eyjum og blöndu allra þessara hópa.

Höfuðborgin  Noumea er tæpa 17.000 km frá París en eyjarnar eru mikilvægur hluti af franskri utanríkisstefnu. Friðarsamningurinn frá 1998 færði eyjaskeggjum aukna sjálfsstjórn er Frakkar fara enn með stjórn varnarmála, utanríkismála, gjaldeyrismála og réttarvörslukerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki