fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Gera hlé á tilraunum með bóluefni gegn kórónuveirunni – Óútskýrð veikindi þátttakanda

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 04:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson tilkynnti í nótt að það hafi gert hlé á tilraunum með bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, vegna óútskýrðra veikinda eins þátttakandans. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að nú sé verið að rannsaka veikindi viðkomandi.

Samhliða rannsókn fyrirtækisins á veikindum viðkomandi mun óháð eftirlitsnefnd fara yfir rannsóknina og veikindi þátttakandans.

Fyrirtækið hefur því lokað fyrir skráningar sjálfboðaliða til þátttöku í tilraunum með bóluefnið en auglýst var eftir 60.000 sjálfboðaliðum.

Tilraunin með bóluefnið er komin á þriðja stig sem er lokastigið fyrir hugsanlega samþykkt lyfjaeftirlitsstofnana á bóluefninu.

Það er ekki óalgengt að hlé sé gert á tilraunum með bóluefni. Í september gerði lyfjafyrirtækið AstraZenecas hlé á tilraunum með hið svokallaða Oxfordbóluefni eftir að grunur vaknaði um alvarlegar aukaverkanir hjá einum þátttakendanna. Tilraunir hófust síðan nokkrum dögum síðar og standa enn yfir.

Johnson & Johnson hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hin óútskýrðu veikindi þátttakandans. Fyrirtækið er meðal þeirra lyfjafyrirtækja sem hefur samið við bandarísk stjórnvöld og bóluefnasamstarf ESB um aðgengi að bóluefni fyrirtækisins ef það reynist virka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?