Þrátt fyrir þetta styðja margir forstjórar og lykilmenn hjá fjármálafyrirtækjum Biden og skiptir þá engu að ef Biden sigrar má reikna með aðeins neikvæðari aðstæðum fyrir fjármálafyrirtækin. Miðað við þær tillögu sem Biden hefur kynnt þá munu skattahækkanir á 10 stærstu banka og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna hækka skatta þeirra um 7 milljarða dollara.
Þessar skattahækkanir eru ekki neinar hamfarir fyrir fjármálafyrirtækin og miðað við greiningu Standard & Poor‘s þá gætu þessar skattahækkanir orðið til þess að verðmæti fyrirtækjanna aukist. Að mati margra sérfræðinga er einnig ólíklegt að Biden muni standa fyrir miklu meiri skattahækkunum á fyrirtæki. CNN skýrir frá þessu.
Ef Biden sigrar þá mun tekjuskattur efri millistéttarinnar og efnafólks hækka lítillega. Sérfræðingar segja að ekki sé hægt að líta á skattahækkanir einar og sér, það verði að skoða málin í breiðara samhengi, sjá hvaða fleiri aðgerðir koma til framkvæmda.