fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Biden vill afnema skattalækkanir Trump og Wall Street styður hann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 08:00

Joe Biden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir forstjórar bandarískra fjármálafyrirtækja styðja Joe Biden frekar en Donald Trump í baráttunni um forsetaembættið. Trump og stjórn hans hafa staðið fyrir afnámi margra reglna varðandi fjármálamarkaðinn, stýrivextir eru lágir og almennt séð var staðan á fjármálamörkuðum góð þar til heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

Þrátt fyrir þetta styðja margir forstjórar og lykilmenn hjá fjármálafyrirtækjum Biden og skiptir þá engu að ef Biden sigrar má reikna með aðeins neikvæðari aðstæðum fyrir fjármálafyrirtækin. Miðað við þær tillögu sem Biden hefur kynnt þá munu skattahækkanir á 10 stærstu banka og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna hækka skatta þeirra um 7 milljarða dollara.

Þessar skattahækkanir eru ekki neinar hamfarir fyrir fjármálafyrirtækin og miðað við greiningu Standard & Poor‘s þá gætu þessar skattahækkanir orðið til þess að verðmæti fyrirtækjanna aukist. Að mati margra sérfræðinga er einnig ólíklegt að Biden muni standa fyrir miklu meiri skattahækkunum á fyrirtæki. CNN skýrir frá þessu.

Ef Biden sigrar þá mun tekjuskattur efri millistéttarinnar og efnafólks hækka lítillega. Sérfræðingar segja að ekki sé hægt að líta á skattahækkanir einar og sér, það verði að skoða málin í breiðara samhengi, sjá hvaða fleiri aðgerðir koma til framkvæmda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn