fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Læknir lést af völdum COVID-19 – Notaði sömu andlitsgrímuna dögum saman

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. október 2020 05:00

Adeline Fagan. Mynd:Gofundme

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski læknirinn Adeline Fagan, 28 ára, lést í september af völdum COVID-19 eftir tveggja mánaða veikindi. Nýlega kom fram að hún notaði sömu andlitsgrímuna vikum saman.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Fagan hafi notað sömu andlitsgrímuna dögum ef ekki vikum saman vegna skorts á hlífðarbúnaði fyrir hjúkrunarfólk á HCA Houston Healthcare West sjúkrahúsinu sem hún starfaði á.

Um andlitsgrímu af gerðinni N95 var að ræða en bandarísk yfirvöld segja að ekki megi nota hana nema fimm sinnum að hámarki.

Ekki er vitað hvernig Fagan smitaðist en hún annaðist marga COVID-19 sjúklinga á sjúkrahúsinu.

Talsmenn sjúkrahússins hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Fagan var einn 250 heilbrigðisstarfsmanna í suður- og vesturríkjum Bandaríkjanna sem létust í sumar af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum