Konan, hin þrítuga Tara Hanlon, ætlaði frá Heathrow í Englandi til Dubai. Við skoðun á farangri hennar kom í ljós að hún var með 2,5 milljónir punda meðferðis en það svarar til um 450 milljóna íslenskra króna. Hún hafði ekki skýrt frá því að hún væri með þessa peninga meðferðis. Nypost skýrir frá þessu. Peningarnir voru í fimm ferðatöskum.
Hún var handtekin, grunuð um peningaþvætti. Þetta er hæsta fjárhæðin sem hald hefur verið lagt á hjá einum einstaklingi á Heathrow á þessu ári. Önnur kona var einnig handtekin í tengslum við rannsókn málsins en hún hefur nú verið látin laus.