fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Vesturlandabúar eru mjög neikvæðir í garð Kína

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. október 2020 19:30

Kínverski herinn fær nú heimild til „sérstaka hernaðaraðgerða“.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Könnun sem var gerð í Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og 11 öðrum löndum sýnir að skoðanir Vesturlandabúa á kommúnistastjórninni í Peking eru ekki jákvæðar. Í Bandaríkjunum hefur neikvæðni í garð Kína vaxið síðasta árið og það sama á við um í mörgum öðrum ríkjum.

Það var Pew Research Center sem gerði könnunina. The Guardian skýrir frá. Fram kemur að um símakönnun hafi verið að ræða og var rætt við rúmlega 14.000 manns.

Pew Research Center hefur gert kannanir af þessu tagi í um áratug og aldrei fyrr hefur neikvæðnin í garð Kína aldrei mælst meiri en nú.

Niðurstaðan gæti tengst heimsfaraldri kórónuveirunnar sem átti upptök sín í Kína. Auk þess hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, verið iðinn við að kenna veiruna við Kína. Einnig hefur viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína verið mikið í umræðunni sem og umræða og áhyggjur af áhrifum kínverskra fyrirtækja á Vesturlöndum, til dæmis um Huawei í tengslum við 5G farsímakerfið.

Í könnun Pew kom fram að 61% aðspurðra, að meðaltali, hafi talið Kínverja hafa staðið sig illa í baráttunni við heimsfaraldurinn en 37% töldu þá hafa staðið sig vel. Í Bandaríkjunum sögðust 84% aðspurðra telja Kínverja hafa staðið sig illa í baráttunni við heimsfaraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til