Það var Pew Research Center sem gerði könnunina. The Guardian skýrir frá. Fram kemur að um símakönnun hafi verið að ræða og var rætt við rúmlega 14.000 manns.
Pew Research Center hefur gert kannanir af þessu tagi í um áratug og aldrei fyrr hefur neikvæðnin í garð Kína aldrei mælst meiri en nú.
Niðurstaðan gæti tengst heimsfaraldri kórónuveirunnar sem átti upptök sín í Kína. Auk þess hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, verið iðinn við að kenna veiruna við Kína. Einnig hefur viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína verið mikið í umræðunni sem og umræða og áhyggjur af áhrifum kínverskra fyrirtækja á Vesturlöndum, til dæmis um Huawei í tengslum við 5G farsímakerfið.
Í könnun Pew kom fram að 61% aðspurðra, að meðaltali, hafi talið Kínverja hafa staðið sig illa í baráttunni við heimsfaraldurinn en 37% töldu þá hafa staðið sig vel. Í Bandaríkjunum sögðust 84% aðspurðra telja Kínverja hafa staðið sig illa í baráttunni við heimsfaraldurinn.