fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

Facebook berst gegn vöktun á kjörstöðum í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. október 2020 19:00

Færsla á Facebook bjargaði íbúum fjölbýlishúss frá hörmungum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook hefur ákveðið að fjarlægja færslur á samfélagsmiðlinum þar sem Bandaríkjamenn neru hvattir til að vakta kjörstaði þann 3. nóvember þegar forsetakosningarnar fara fram. Samkvæmt nýju reglunum mun Facebook eyða færslum  sem hvetja fólk til að vakta kjörstaði ef færslurnar innihalda „hvetjandi orðalag“.

Færslum verður einnig eytt ef þær gefa í skyn að fólk eigi að hræða kjósendur eða starfsfólk kjörstaða. Með þessu vill Facebook tryggja að miðillinn verði ekki notaður til að dreifa hatursræðu og röngum upplýsingum í tengslum við kosningarnar.

Á sama tíma og Facebook tekur þessa ákvörðun eru Repúblikanar, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, að fá mörg þúsund sjálfboðaliða til að fylgjast með stöðum þar sem fólk getur kosið utan kjörfundar eða afhent bréfatkvæði sín. Þetta er liður í að reyna að finna sannanir fyrir órökstuddum staðhæfingum Donald Trump, forseta, um að mikið verði um kosningasvindl.

Trump hefur margoft hvatt fólk til að hafa augun opin varðandi svindl á kjörstöðum. Þetta hefur vakið ótta um að stuðningsmenn hans muni mæta á kjörstaði og hafa í hótunum við kjósendur á kjördag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný kvennahreyfing í kjölfar sigurs Trump – Ekki hjónaband, ekkert kynlíf og engin börn

Ný kvennahreyfing í kjölfar sigurs Trump – Ekki hjónaband, ekkert kynlíf og engin börn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump yngri sendir Zelenskí eitraða pillu – „Þú ert 38 dögum frá því að missa vasapeninginn“

Trump yngri sendir Zelenskí eitraða pillu – „Þú ert 38 dögum frá því að missa vasapeninginn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð á hrekkjavöku – Hjón myrtu hvort annað á meðan 11 ára sonur þeirra spilaði tölvuleiki í næsta herbergi

Martröð á hrekkjavöku – Hjón myrtu hvort annað á meðan 11 ára sonur þeirra spilaði tölvuleiki í næsta herbergi