Færslum verður einnig eytt ef þær gefa í skyn að fólk eigi að hræða kjósendur eða starfsfólk kjörstaða. Með þessu vill Facebook tryggja að miðillinn verði ekki notaður til að dreifa hatursræðu og röngum upplýsingum í tengslum við kosningarnar.
Á sama tíma og Facebook tekur þessa ákvörðun eru Repúblikanar, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, að fá mörg þúsund sjálfboðaliða til að fylgjast með stöðum þar sem fólk getur kosið utan kjörfundar eða afhent bréfatkvæði sín. Þetta er liður í að reyna að finna sannanir fyrir órökstuddum staðhæfingum Donald Trump, forseta, um að mikið verði um kosningasvindl.
Trump hefur margoft hvatt fólk til að hafa augun opin varðandi svindl á kjörstöðum. Þetta hefur vakið ótta um að stuðningsmenn hans muni mæta á kjörstaði og hafa í hótunum við kjósendur á kjördag.