Ríkin fjögur eiga nú þegar í samstarfi, Quad-samstarfinu, en Pompeo vill víkka það út og jafnvel láta það sækja fyrirmynd til samstarfs Evrópuríkja um varnarmál sem var komið á til að verjast Sovétríkjunum á sínum tíma. Asíska útgáfan á að vera vörn gegn Kína.
Ferðin var greinilega mjög mikilvæg því Pompeo fór í hana þrátt fyrir að hafa aflýst ferðum til Suður-Kóreu og Mongólíu vegna veikinda Donald Trump. Einnig sýnir það mikilvægi ferðarinnar og fundanna að utanríkisráðherrar Indlands og Ástralíu gerðu sér ferð til Tókýó í stað þess að notast við fjarfundabúnað.
Pompeo ræddi um „uppbyggingu sem getur unnið gegn þeim áskorunum sem kínverska kommúnistastjórnin veitir okkur“. Hann sagðist jafnframt sjá fyrir sér að fleiri þjóðir geti bæst við samstarfið síðar.