fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ætla Kínverjar að hertaka Taívan?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. október 2020 22:30

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega eftir að kommúnistastjórnin í Peking setti ný þjóðaröryggislög sem binda í raun enda á takmarkaða sjálfsstjórn Hong Kong varaði herskár lögmaður í Peking Taívan við. Í samtali við DW News sagði Tian Feilong að lögin myndu ekki aðeins binda enda á mótmælin í Hong Kong heldur væru þau einnig skilaboð til stjórnvalda á Taívan og í Washington.

Hann sagði að aðferðirnar, sem er beitt til að berja niður mótmæli og andstöðu í Hong Kong, geti verið grunnurinn að lausninni á „Taívan vandanum“.

„Ég tel að í framtíðinni verði bara hægt að breyta nafninu úr öryggislög fyrir Hong Kong í öryggislög fyrir Taívan,“

sagði hann. The Guardian skýrir frá þessu.

En til að kínversk stjórnvöld geti sett öryggislög, sem gilda í Taívan, verða þau fyrst að ná stjórn á eyjunni sem hefur verið sjálfstætt ríki síðan kínversku borgarastyrjöldinni lauk 1949. Lengi vel var talið ólíklegt að Kínverjar myndu grípa til hernaðar gegn eyjunni þar sem kínverski herinn hafi einfaldlega ekki getu til þess að kljást við taívanska herinn sem hefur yfir að ráða fullkomnum bandarískum hergögnum. Auk þess myndi alþjóðasamfélagið ekki taka slíkri innrás létt. En nú er staðan breytt og kínverski herinn hefur eflst mjög og bætt tækjabúnað sinn og mun væntanlega haft burði til innrásar innan ekki svo langs tíma.

Oriana Skylar Mastro, hjá Stanford University, sérhæfir sig í kínverskum hernaðar- og öryggismálum. The Guardian segir að hún telji að í fyrsta sinn í sögunni séu Kínverjar við það að geta siglt til Taívan og hertekið eyjuna. Kínverskir sérfræðingar hafa sagt henni að Alþýðuherinn verði líklega í stakk búinn til að ráðast á Taívan eftir eitt til tvö ár. Hún og aðrir bandarískir sérfræðingar telja það þó ekki rétt en telja að sú staða geti komið upp í lok áratugarins.

Ho-fung Hung, prófessor í stjórnmálahagfræði við Johns Hopkins University, telur ekki að árás á Taívan sé yfirvofandi en segir að öryggislögin fyrir Hong Kong hafi sent skýr skilaboð um langtímaáætlanir Kínverja.

„Öryggislögin í Hong Kong eru mjög mikilvæg til að sýna að stjórnvöld í Peking eru reiðubúin til að bjóða alþjóðsamfélaginu birginn. Þetta er aðvörun til Taívan: „Ekki halda að Peking muni ekki grípa til hernaðar. Ekki halda að við óttumst viðbrögð alþjóðasamfélagsins.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki