Í fréttatilkynningu frá Europol kemur fram að aðgerðin hafi staðið yfir í fjóra daga og tæplega 8.900 lögreglumenn hafi komið að henni. 39.000 manns voru teknir til skoðunar og 44.000 ökutæki. Lögreglan í 34 löndum tók þátt í aðgerðinni sem var stýrt frá Spáni.
Hinir handteknu eru grunaðir um vörslu vopna, fíkniefnasmygl, smygl á fólki og vopnum.
Hald var lagt á 51 vopn og 47 kíló af fíkniefnum.