fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Svæfingalæknir ákærður fyrir að valda dauða breskrar konu – Var ölvaður við störf

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 17:30

Xynthia Hawke. Skjáskot/sudouset.fr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski svæfingalæknirinn Helga Wauters er sökuð um að hafa orðið Xynthia Hawke, 28 ára, að bana þegar hún sinnti henni sem svæfingalæknir. Hawke var þá að fæða barn. Wauters hafði neytt áfengis áður en hún mætti til vinnu.

Hawke fékk hjartaáfall eftir að Wauters setti slöngu niður í vélinda hennar í stað barkans. Hún áttaði sig ekki á mistökunum þrátt fyrir að Hawke hafi kastað upp og öskrað af sársauka. The Guardian skýrir frá þessu.

Barnið, drengur, fæddist þennan örlagaríka dag í september 2014 en Hawke vaknaði ekki upp af dái þrátt fyrir tilraunir heilbrigðisstarfsfólks til að koma henni til meðvitundar. Hún lést fjórum dögum síðar, hún komst aldrei til meðvitundar og sá því son sinn aldrei.

Wauters, 53 ára, var á vakt sem svæfingalæknir á Orthez sjúkrahúsinu í Frakklandi þegar ákveðið var að gera bráðakeisaraskurð á Hawke. Wauters sagði lögreglunni að hún hefði verið að drekka áfengi með vinum sínum þegar hún var kölluð út til að aðstoða við aðgerðina. Rannsókn leiddi í ljós að áfengismagnið í blóði hennar var tvöfalt meira en leyfilegt er til að mega aka bifreið. Hún viðurkenndi að hún glímdi við áfengisvanda og hafi alltaf verið með áfengi á sér. Hún sagðist ekki hafa fundið til áfengisáhrifa þegar hún mætti til vinnu.

Hún á allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér ef hún verður fundin sek og sekt upp á 75.000 evrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin