fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Reiknar með að landamæri Ástralíu verði lokuð til ársloka 2021

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 05:26

Frá Melbourne í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, segir að landamæri landsins verði væntanlega lokuð til ársloka 2021. Þetta sagði hann í tengslum við kynningu á fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár.

The Guardian skýrir frá þessu. Frydenberg sagði að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir að landamærin verði lokuð fyrir erlendum ferðamönnum og námsmönnum til ársloka 2021.

„Eftir það fá þeir smátt og smátt að koma aftur,“

sagði hann og bætti við að ríkisstjórnin vænti þess að vera komin með aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni á þeim tímapunkti.

Lokun landamæranna gildir fyrir öll ríki en þó með einstaka undantekningum. Til dæmis vonast ástralska ríkisstjórnin til að geta komið á samstarfi við Nýja-Sjáland um að heimila ríkisborgurum þaðan að ferðast til ákveðinna áfangastaða í Ástralíu. Í fyrstu geta Ástralir ekki farið til Nýja-Sjálands en ríkisstjórnin vonast til að það verði hægt í lok árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“