fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Mikið tap hjá easyJet vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 16:25

Reksturinn er þungur þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet reiknar með að tapa 845 milljónum punda á árinu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það er rekið með tapi.

Samkvæmt frétt Sky News þá eru stjórnendur félagsins heldur ekki bjartsýnir fyrir næsta ári og reikna með litlum umsvifum. Þeir hvetja ríkisstjórn Boris Johnson til að koma flugiðnaðinum til aðstoðar.

Félagið fékk 600 milljónir punda að láni í apríl í gegnum sérstaka heimsfaraldurs lánalínu hjá Englandsbanka. Það hefur einnig orðið sér úti um 400 milljónir punda hjá hluthöfum og nokkur hundruð milljónir til viðbótar með að selja og leigja flugvélar.

Félagið segist aðeins þurfa um fjórðung af flugflota sínum á fyrsta ársfjórðungi 2021 vegna þeirra ferðatakmarkana sem eru í gildi í Evrópu. Farþegar félagsins á þessu ári verða helmingi færri en á síðasta ári eða 48 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni