fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Heimsmeistarinn í skák kominn á hlutabréfamarkaðinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 10:15

Magnus Carlsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærmorgun hófust viðskipti í norsku kauphöllinni með hlutabréf í tæknifyrirtækinu Play Magnus Group. Magnus Carlsen, 29 ára, heimsmeistari í skák er einn eigenda fyrirtækisins og er það nefnt eftir honum. Óhætt er að segja að fyrsti dagurinn hafi farið vel af stað og var verðmæti fyrirtækisins komið yfir 1,1 milljarð norskra króna eftir tvær klukkustundir en það svarar til um 16 milljarða íslenskra króna. Viðskipti fyrir 22 milljónir norskra króna voru að baki þessu.

Upphafsgengi hlutabréfanna var 21 króna á hlut og var fyrirtækið metið á 800 milljónir norskra króna.

Play Magnus er byggt upp í kringum samnefnt app sem, og það kemur kannski ekki á óvart, gerir notendum kleift að tefla á netinu. Teflt er gegn gervigreindarforriti sem hermir eftir Magnusi.

Fyrirtækið var stofnað 2013 og setti appið á markað ári síðar. Það er í dag með 3 milljónir skráðra notenda, þar af greiða 35.000 áskriftargjald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur