Frönsk og þýsk stjórnvöld hafa sent öðrum aðildarríkjum ESB tillögur um aðgerðir sem eiga einnig að beinast að þeim sem vinna við gerð Novichoc.
Navalny hefur verið í Berlín síðan hann var fluttur þangað nokkrum dögum eftir tilræðið. Í yfirlýsingu Frakka og Þjóðverja er ekki farið nánar út í hverjir eiga að sæta refsiaðgerðum.
Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að allar ásakanir um tengsl þeirra við málið séu stoðlausar og neita að rannsaka málið þar sem engin sönnunargögn séu til staðar.